Hundsvit
Hvað einkennir hundinn minn? - Grúppa 7-10

Hvað einkennir hundinn minn? - Grúppa 7-10

June 11, 2021

Nú klárum við yfirferðina yfir tegundirnar en í þessum þætti förum fyrir yfir sögu og einkenna hundanna í grúppum 7-10. Sem fyrr förum við einnig yfir einkennandi þjálfunaratriði þessara hunda. 

Að hrósa og hegna - Virk skilyrðing

Að hrósa og hegna - Virk skilyrðing

June 5, 2021

Í kjölfar þáttarins um það hvernig hundar læra ákváðum við að taka dýpri umræðu um virka skilyrðingu, möguleikana fjóra til þess að styrkja eða letja hegðun og hvernig virk skilyrðing er notuð við þjálfun, óháð því hvaða þjálfunarfræði fólk aðhyllist. 

Hundasýningar frá A - Ö

Hundasýningar frá A - Ö

May 29, 2021

Í þættinum förum við í stuttu máli yfir sögu hundasýninga og tilgang þeirra, bæði fyrir hundana, eigendur þeirra og ræktendur. Við segjum frá sögu HRFÍ og FCI í stuttu máli, förum yfir þá þætti sem skoðaðir eru í ræktunardómi og segjum frá því hvað þarf að gera til þess að hundur fái þennan eftirsótta titil: Besti hundur sýningar. 

Afhverju geltir hundurinn minn á ókunnuga?! - Klassísk skilyrðing

Afhverju geltir hundurinn minn á ókunnuga?! - Klassísk skilyrðing

May 27, 2021

Eftir þáttinn þar sem við fórum yfir hvernig hundar læra þótti okkur tilvalið af kafa dýpra ofan í klassíska skilyrðingu enda er hún stór mótunarþáttur í hegðun hundanna okkar. Við ræðum hvernig klassísk skilyrðing virkar, hvernig hún getur bæði komið frá okkur og umhverfinu og hvernig hundurinn okkar getur jafn vel klassískt skilyrt okkur! 

Hvað einkennir hundinn minn? - Grúppa 4 - 6

Hvað einkennir hundinn minn? - Grúppa 4 - 6

May 22, 2021

Við skiptum umræðunni um tegundahópana í 3 þætti og nú birtum við 2. þáttinn. 

Grúppur 4 - 6 er spor og grefilhundar ásamt spitz og íslenska fjárhundinum. hér förum einkenni þeirra, sögu og hvaða vandamál geta mögulega komið upp við þjálfun. 

Hvað einkennir hundinn minn? - Tegundahópar 1 - 3

Hvað einkennir hundinn minn? - Tegundahópar 1 - 3

May 19, 2021

Þættirnir koma ört út núna hjá okkur í fyrstu en í þessum þætti ætlum við að fara yfir sögu, helsti einkenni og möguleg vandamál hunda í tegundahópum 1- 3. Hver hundur er einstakur vegna umhverfisáhrifa sem hann hefur orðið fyrir í gegnum líf sitt, en genin og framræktun hverrar tegundar og hvers tegundahóps leggur alltaf grunnstefið að því hvernig hund við eignumst þegar við veljum okkur hundategund. 

Von er á fleiri þáttum um hina tegundahópana! 

Hvernig hugsar hundurinn? - Hugtök hundaþjálfunar

Hvernig hugsar hundurinn? - Hugtök hundaþjálfunar

May 15, 2021

Í fyrsta þætti hlaðvarpsins ætlum við að skyggnast inn í heila hundsins og læra um þau hugtök sem ramma inn hvernig hundar (og aðrar lífverur líka) læra og hvernig hegðun þeirra mótast. 

 

Kynning þáttastjórnenda

Kynning þáttastjórnenda

May 7, 2021

Að baki hlaðvarpinu Hundsvit standa tvær vinkonur sem báðar brenna fyrir því að auka aðgengi að þekkingu, upplýsingum og uppbyggingu samfélags meðvitaðra hundaeigenda. 

Podbean App

Play this podcast on Podbean App